Skyndihjálp ungra barna með GIR

Miðvikudagsmorguninn 30.júní bauð Memmm upp á skyndihjálparnámskeið með Guðmundi Inga Rúnarsyni. Farið var yfir öll helstu handtökin sem nauðsynlegt er að kunna þegar kemur að fyrstu hjálp ungabarna sem og eldri barna og fullorðinna.

Guðmundur Ingi hefur starfað við kennslu á skyndihjálp síðan 2011 ásamt því að vera í lögreglunni og er þar enn í dag, nú starfandi sem lögreglufulltrúi í Tæknideild lögreglu. Menntun fyrir þessa kennslu hjá Guðmundi er meðal annars frá Rauða Kross Íslands, en kennsluréttindi fékk hann þaðan 2011. Þá er hann menntaður sjúrkaflutningamáður, frá 2012 (EMT-B) og stundaði nám þar frá Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri. Námskeið í slysum og veikindum barna bættist í hópinn 2014 og þessu til viðbótar ýmiss fróðleikur og reynsla.

Markmið með kennslunni er að koma mikilvægum atriðum frá á hnitmiðaðan en skemmtilegan hátt, að allir sem ljúka námskeiði telji sig tilbúna að bregðast við og gera sitt til að bjarga lífi. Þú getur skipt máli og lagt mikið að mörkum þegar óvænt vá eða hættuástand skapast.

Meðal þess sem við lærðum voru viðbrögð við inntöku lyfja eða eiturefna, köfnun og svo endurlífgun.

Það sem er mikilvægt að vita þegar kemur að viðbrögðum við inntöku lyfja eða eiturefna er:

 • Inntaka lyfja : ekki gefa vökva
 • Inntaka eiturefna : gefa vökva
 • Hringja í 112

Varðandi fyrstu hjálp og viðbrögð við einstaklingi sem andar ekki er mikilvægt að muna:

 • Hringja í 112
 • Engin öndun : hefja endurlífgun
  • Ungabörn: blása 5x / hnoða 30x / blása 2x
  • Fullorðnir: hnoða 30x / blása 2x
  • Endurtaka þar til öndun hefst á ný eða einhver tekur við
 • Drukknun allur aldur: blása 5x / hnoða 30x / blása 2x og endurtaka

Viðbrögð við köfnun barna eru fyrst og fremst að halda ró sinni og fara yfir nokkur skref:

 • Taka barnið upp
 • Halla barni fram og banka létt á milli herðablaða
 • Losa aðskotahlut
  • Snúa barni á maga og niður
  • Opna öndunarveg með því að halda höku frá brjóstkassa
  • Berja 5x þéttingsfast á milli herðablaða
  • Snúa barni við og hnoða 5x hjartahnoð
  • Endurtaka þar til hlutur losnar
 • Ef hlutur losnar ekki og barn missir meðvitund þarf að hefja endurlífgun og hringja í 112

Við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og sérstaklega Guðmundi Inga fyrir frábæra og skemmtilega fræðslu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: