Fjölskyldustundir í Dal

Frá apríl til lok júní stóð Memmm Play fyrir Fjölskyldustundum í Fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardalnum. Þar voru haldnir skemmtilegir viðburðir, smiðjur og einnig boðið upp á fræðsluerindi í maí og júní.

  • Memmm á nýjum stað
    Memmm Play hefur nú hafið samstarf við Fjölskyldumiðstöðina í Gerðubergi. Þar höfum við svæði til afnota í bjartri sólstofu á fyrstu hæð. Hér má skoða Facebook síðu Fjölskyldumiðstöðvarinnar. Þetta er dýrmætt tækifæri fyrir okkur og vonum við að fjölskyldumorgnar Memmm muni dafna á þessum nýja og spennandi  stað. Undirbúningur leiksvæðisins er á lokametrunum og verðurHalda áfram að lesa „Memmm á nýjum stað“
  • Memmm morgnar snúa aftur eftir sumarfrí
  • Skyndihjálp ungra barna með GIR
    Miðvikudagsmorguninn 30.júní bauð Memmm upp á skyndihjálparnámskeið með Guðmundi Inga Rúnarsyni. Farið var yfir öll helstu handtökin sem nauðsynlegt er að kunna þegar kemur að fyrstu hjálp ungabarna sem og eldri barna og fullorðinna. Guðmundur Ingi hefur starfað við kennslu á skyndihjálp síðan 2011 ásamt því að vera í lögreglunni og er þar enn íHalda áfram að lesa „Skyndihjálp ungra barna með GIR“
  • Grill-Sull-Smíðagleði
    Laugardaginn 26.júní nutum við svo sannarlega veðurblíðunnar og buðum upp á smíðasmiðju, sull og grill yfir opnum eldi á útisvæðinu í Dal. Aðstæðurnar gætu ekki hafa verið betri og nutum við skemmtilegrar samveru með æðislegum hópi barna og foreldra. Sullið stendur ávalt fyrir sínu og naut það mikilla vinsælda að venju. Við buðum svo uppHalda áfram að lesa „Grill-Sull-Smíðagleði“
  • 17.júní með Memmm
    Þann 17.júní buðum við Memmmarar upp á kennslu í listinni að tálga. Við fengum kæra vinkonu, Þórdísi Sigmarsdóttur smíðakennara til liðs við okkur og kenndi hún börnum og foreldrum réttu handtökin og tæknina þegar kemur að því að tálga. Meðal þess sem Þórdís lagði áherslu á var: Apagrip – rétt grip um hnífinn sem gerirHalda áfram að lesa „17.júní með Memmm“
  • Sulludagur
    Laugardaginn 12.júní var heldur betur gaman á pallinum í Dal fjölskyldukaffihúsi. Memmm bauð upp á allsherjar sulludag og mættu spenntir krakkar og foreldrar og sulluðu með okkur í frábæru veðri. Sumir blotnuðu meira en aðrir, en allir skemmtu sér vel og við áttum frábæra samverustund á pallinum. Kærar þakkir fyrir komuna.
  • Kassasmiðja vol.2
    Laugardaginn 5.maí var Kassasmiðjan skemmtilega endurunnin og lékum við okkur að því að byggja völundarhús. Þar sem veðrið lék ekki beint við okkur þá vorum við innandyra í þetta sinn, sem kom þó ekki að sök og breyttist sólstofan í Dal í allsherjar byggingasvæði. Memmarar, foreldrar og börn áttu skemmtilegan morgun fullan af sköpunargleði ogHalda áfram að lesa „Kassasmiðja vol.2“
  • Barnið þitt í hnotskurn: mál, tal og boðskipti
    Miðvikudaginn 26.maí bauð Memmm upp á fyrirlestur með hinni frábæru Ásthildi Bjarney Snorradóttur talmeinafræðingi og höfundi. Ásthildur hefur meðal annars skrifað bækurnar um Bínu Bálreiðu og hannaði einnig Orðagull sem bæði hefur komið út sem kennsluefni og smáforrit fyrir snjalltæki. Foreldrar mættu með börnum sínum og áttum við saman notalega stund og fengum fræðslu umHalda áfram að lesa „Barnið þitt í hnotskurn: mál, tal og boðskipti“
  • Leirsmiðja
    Laugardaginn 22.maí bauð Memmm upp á leirsmiðju fyrir fjölskyldur á útisvæðinu í Dal Fjölskyldukaffihúsi. Memmmarar komu með heimagerðan leir ásamt efnivið til skreytinga og verkfæra til þess að móta og skera leirinn eftir eigin höfði. Leikföngin og ungbarnahornið voru að sjálfsögðu einnig í boði og mikið var kubbað, leikið og notið í frábæru veðri áHalda áfram að lesa „Leirsmiðja“


Follow My Blog

Get new content delivered directly to your inbox.

%d bloggurum líkar þetta: