Í júlí 2021 hófst samstarf Memmm Play við Reykjavíkurborg, fyrst með samtali við Fjölskyldumiðstöðina í Gerðubergi og svo í október með samtali við Samfélagshúsið í Bólstaðarhlíð 43 og á báðum stöðum sett upp aðstaða fyrir börn og foreldra/forsjáraðila. Það er okkur mikilvægt að foreldrar í borginni hafi aðgang að samverustað, fræðslu og stuðningi og því ánægjulegt að geta nýtt þá aðstöðu sem Fjölskyldumiðstöðin og Samfélagshúsið búa yfir fyrir fjölskyldustundirnar. Við finnum fyrir miklum velvilja hjá öllum sem við hittum á þessum tveim stöðum og metum við það mikils í okkar vinnu.

- Styrkur til velferðarÍ febrúar fékk Memmm Play styrk frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Styrkurinn er veittur til eins árs og mun tryggja að við getum haldið afram okkar störfum í fjölskyldustununum með svipuðum hætti og við höfum þróað hingað til. Við erum afar stolt af þessari styrkveitingu og trúum því að nú sé eftir því tekið að þörf erHalda áfram að lesa „Styrkur til velferðar“