Barnið þitt í hnotskurn: mál, tal og boðskipti

Miðvikudaginn 26.maí bauð Memmm upp á fyrirlestur með hinni frábæru Ásthildi Bjarney Snorradóttur talmeinafræðingi og höfundi. Ásthildur hefur meðal annars skrifað bækurnar um Bínu Bálreiðu og hannaði einnig Orðagull sem bæði hefur komið út sem kennsluefni og smáforrit fyrir snjalltæki.

Foreldrar mættu með börnum sínum og áttum við saman notalega stund og fengum fræðslu um mikilvægi þess að foreldrar séu vel upplýstir um málþróun ungra barna. Einnig hvað skal gera ef frávik greinast í þeim skimunum sem boðið er upp á í gegn um heilsugæslu og leikskóla, bjargir og ráð til örvunar málþroska og svo var boðið upp á spurningar og samtal.

Allir fengu gefins nýjustu barnabók Ásthildar: Rafael – Engillinn sem valdi að koma til jarðarinnar, ásamt því að fá í hendurnar lista til útfyllingar með viðmiðum á eðlilegri málþróun ungra barna.

Við þökkum öllum þeim sem komu og áttu frábæra stund með okkur og sér í lagi Ásthildi fyrir frábæran og fræðandi fyrirlestur.

Hér má sjá glærukynninguna sem Ásthildur nýtti við flutning fyrirlestursins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: