Laugardaginn 15.maí bauð Memmm upp á skapandi og skemmtilega kassasmiðju á pallinum í Dal Fjölskyldukaffihúsi. Memmmarar mættu með risa stóra pappakassa og buðu fjölskyldum að skapa ævintýrveröld með hjálp verkfæra og efniviðs til skreytinga. Úr varð frábær samvera og alveg hellingur af sköpunarverkum sem nýttust í leik frameftir morgni.
Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna og fyrir skemmtilegan og skapandi morgunn.