Laugardaginn 22.maí bauð Memmm upp á leirsmiðju fyrir fjölskyldur á útisvæðinu í Dal Fjölskyldukaffihúsi. Memmmarar komu með heimagerðan leir ásamt efnivið til skreytinga og verkfæra til þess að móta og skera leirinn eftir eigin höfði.
Leikföngin og ungbarnahornið voru að sjálfsögðu einnig í boði og mikið var kubbað, leikið og notið í frábæru veðri á pallinum í Dal.
Kærar þakkir fyrir komuna