Laugardaginn 29/5 2021
Laugardaginn 29. maí bauð Memmm upp á búningadag sem tókst stórvel. Þá komu gestir ýmist í eigin búningum eða fengu að láni úr búningakistu Memmm. Að fara í búning og setja sig í hlutverk getur verið skemmtilegt og þroskandi. Það er mjög skapandi og framkallar ævintýri í hversdagsleikanum fyrir marga. Fyrir aðra getur það verið áskorun að fara út fyrir kassann og vera einhver annar. Í búningaleik geta allir leikið á sínum forsendum. Einnig var boðið upp á andlistsmálningu sem vakti mikla kátínu hjá bæði ungum sem öldnum.
