Laugardaginn 5.maí var Kassasmiðjan skemmtilega endurunnin og lékum við okkur að því að byggja völundarhús. Þar sem veðrið lék ekki beint við okkur þá vorum við innandyra í þetta sinn, sem kom þó ekki að sök og breyttist sólstofan í Dal í allsherjar byggingasvæði.
Memmarar, foreldrar og börn áttu skemmtilegan morgun fullan af sköpunargleði og hlátri. Takk fyrir komuna.