Þann 17.júní buðum við Memmmarar upp á kennslu í listinni að tálga. Við fengum kæra vinkonu, Þórdísi Sigmarsdóttur smíðakennara til liðs við okkur og kenndi hún börnum og foreldrum réttu handtökin og tæknina þegar kemur að því að tálga. Meðal þess sem Þórdís lagði áherslu á var:
- Apagrip – rétt grip um hnífinn sem gerir það að verkum að auðveldara að er nota hann rétt
- Að nota slíðrið ávalt þegar hnífurinn er ekki í notkun
- Að tálga frá sér, stutt í einu
- Passa fingur
Memmm bauð einnig upp á alsherjar sull úti á palli þar sem aðalstjarnar var uppblásin sundlaug og vakti það mikla lukku, enda er alltaf gaman að sulla. Sápukúlurnar voru á sínum stað öllum til mikillar gleði og skemmtunar og fengu börn og fullorðnir að spreyta sig á því að búa til risa sápukúlur með sérstakri leynilegri uppskrift Memmm að sápukúluvatni.





Alveg frábær dagur hjá okkur í Dal og við þökkum öllum þeim sem komu og skemmtu sér með okkur alveg kærlega fyrir komuna og samveruna. Hæ hó og jibbí jeij!