Grill-Sull-Smíðagleði

Laugardaginn 26.júní nutum við svo sannarlega veðurblíðunnar og buðum upp á smíðasmiðju, sull og grill yfir opnum eldi á útisvæðinu í Dal. Aðstæðurnar gætu ekki hafa verið betri og nutum við skemmtilegrar samveru með æðislegum hópi barna og foreldra.

Sullið stendur ávalt fyrir sínu og naut það mikilla vinsælda að venju. Við buðum svo upp á smíðasmiðju þar sem börn og foreldrar gátu æft sig í að negla nagla og útbúa allskyns skúlptúra.

Það sem vakti þó hva mesta lukku var grillstöð þar sem hægt var að grilla sykurpúða, pylsur og snúbrauð á löngum greinum yfir opnum eldi. Skemmtileg útilegustemmning skapaðist og nutum við í botn.

Kærar þakkir fyrir komuna og samveruna kæru fjölskyldur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: