Memmm Play hefur nú hafið samstarf við Fjölskyldumiðstöðina í Gerðubergi. Þar höfum við svæði til afnota í bjartri sólstofu á fyrstu hæð.
Hér má skoða Facebook síðu Fjölskyldumiðstöðvarinnar.

Þetta er dýrmætt tækifæri fyrir okkur og vonum við að fjölskyldumorgnar Memmm muni dafna á þessum nýja og spennandi stað.

Undirbúningur leiksvæðisins er á lokametrunum og verður opnunardagur miðvikudaginn 1. september. Þátttaka í fjölskyldumorgnum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Í vetur verða fjölskyldumorgnar alla miðvikudaga og fimmtudaga kl 10-12. Með haustinu birtum við svo uppröðun fyrirlestra og fræðsluerinda sem verða þátttakendum að kostnaðarlausu.

Kæru fjölskyldur, verið hjartanlega velkomin í Fjölskyldumiðstöðina í Gerðubergi og njótum saman í fallegu og skemmtilegu umhverfi.
Kærar kveðjur – Memmmarar