Memmmarar

Memmm Play samanstendur af fagfólki sem hefur áhuga á velferð fjölskyldna á Íslandi.

Kristín Stefánsdóttir

Iðjuþjálfi

Kristín lærði iðjuþjálfun í Svíþjóð þar sem hún kynntist líflegri barna- og fjölskyldumenningu. Hún á fjögur uppkomin börn bæði stjúp og eigin. Kristín hefur unnið með fólki á öllum aldri við hæfingu, endurhæfingu og alls kyns smiðjur. Hún hefur mikinn áhuga á leik, náttúru, samveru og listum. Kristín hefur haldið og tekið þátt í fjölda viðburða er varða barna- og fjölskyldumenningu.

Helga Hreiðarsdóttir

Leikskólakennari

Helga er tveggja barna móðir og leikskólakennari. Helga hefur starfað í Bandaríkjunum og á Íslandi og einnig haldið viðburði fyrir börn og fjölskyldur þeirra hérlendis. Helstu áhugamál snúa að gæðastundum í náttúrunni, frjálsum leik barna, umhverfi og stöðu barna og barnafjölskyldna í samfélaginu, réttindum barna og öllu því skapandi starfi sem fylgir því að vera og ala upp barn. 

María Ösp Ómarsdóttir

Grunnskólakennari og leikskólastjóri

María er fimm barna móðir úr Reykjavík og grunnskólakennari. Hún lærði list- og verkgreinakennslu í Noregi og hefur frá árinu 2011 kennt öllum aldurshópum innan leik- og grunnskóla ásamt því að hafa starfað sem leikskólastjórnandi síðan 2015 og starfar sem slíkur í dag. Hún elskar börn og að vinna með þeim og fjölskyldum þeirra. Henni þykir skemmtilegast að ferðast með fjölskyldunni, vinna með höndunum og finna nýjar lausnir á hlutum sem „hafa alltaf verið svona“.

Linda Mjöll 

Leikmyndahönnuður

Linda er skapari í húð og hár og hefur aldrei hætt að leika sér. Hún á einn son. Í samstarfi með Kristínu Stefánsdóttur stofnaði hún Memmm sem býður börnum og foreldrum upp á að eiga skapandi samverustundir á ýmiskonar máta. Síðustu sex árin hefur hún rekið Sólsetrið, miðstöð með andlegan grunn þar sem margvísleg námskeið, athafnir, vinnustofur eiga sér stað þar á meðal Galdrasmiðjur með fjölskyldum. Linda hefur hannað og skapað mörg náttúruleg leiksvæði fyrir Hjallastefnuna sem og sett upp útileiksvæði sem heiðra endurvinnslu og skapandi umhverfi, td Bryggjusprell á Hátíð Hafsins. Hún trúir að hinn KæriLEIKUR lífsins sé æðsta leið til sannrar hamingju. 


%d bloggurum líkar þetta: